Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. október 2015 16:37
Ívan Guðjón Baldursson
Advocaat: Get ekki sagt hver stýrir liðinu í næsta leik
Mynd: Getty Images
Flestir telja Dick Advocaat, knattspyrnustjóra Sunderland, vera á leið frá félaginu á næstu dögum en hann vildi ekkert tjá sig um málið eftir leik liðsins gegn West Ham.

Sunderland komst tveimur mörkum yfir í leiknum en missti mann af velli og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. Þetta er þriðja stig Sunderland í átta fyrstu leikjum tímabilsins og er liðið á botni deildarinnar ásamt Newcastle, sem tapaði 6-1 í dag.

„Ég vil ekki svara þessu. Í dag er ég stjóri félagsins, ég get ekki sagt til um hvað gerist á næstu vikum eða mánuðum," sagði Advocaat eftir jafnteflið.

„Ég vil ekki svara því hvort ég verði áfram eða ekki. Ég get ekki sagt hver stýrir liðinu í næsta leik."

Sett var pressa á Advocaat og hann spurður aftur af fjölmiðlamönnum en hann lét ekki bugast.

„Ég get ekki svarað þessu, blöðin verða að hafa eitthvað til að skrifa um."
Athugasemdir
banner
banner