Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. október 2015 11:31
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Dick Advocaat hættir um helgina
Powerade
Dick Advocaat er líklegur til að hætta um helgina. Talið er nánast öruggt að hann hætti í dag ef Sunderland tapar fyrir West Ham.
Dick Advocaat er líklegur til að hætta um helgina. Talið er nánast öruggt að hann hætti í dag ef Sunderland tapar fyrir West Ham.
Mynd: Getty Images
John Terry kemur aftur í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Southampton.
John Terry kemur aftur í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Southampton.
Mynd: Getty Images
Didier Drogba er búinn að gera sjö mörk í fyrstu sex leikjunum í MLS deildinni.
Didier Drogba er búinn að gera sjö mörk í fyrstu sex leikjunum í MLS deildinni.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er stútfullur. Yfirvofandi stjóraskipti hjá Sunderland eru helsta umræðuefnið.

Dick Advocaat íhugar að hætta störfum sem stjóri Sunderland um helgina, en hann stýrir liðinu gegn West Ham í dag. (Guardian)

Advocaat er þegar búinn að segja starfsfólkinu innan félagsins að hann sé tilbúinn til að yfirgefa félagið. Nigel Pearson, fyrrverandi stjóri Leicester City, er líklegur til að taka við af honum. (Daily Mail)

Sean Dyche gæti einnig tekið við stjórnartaumunum á Leikvangi ljóssins. Dyche hefur verið við stjórnvölinn hjá Burnley í þrjú ár. (Daily Mirror)

Monaco barst hærra tilboð í Anthony Martial frá ónafngreindu félagi en táningurinn vildi spila á Old Trafford og fékk að ráða. (Manchester Evening News)

Raheem Sterling blæs á þær sögusagnir að hann hafi dregið sig úr landsliðshóp Englands fyrir leik gegn Eistlandi í fyrra vegna þreytu. (Guardian)

Gareth Barry, 34 ára leikmaður Everton, segist ætla að jafna leikjafjölda Ryan Giggs í ensku úrvalsdeildinni. Giggs hefur spilað 632 leiki en Barry er kominn upp í 569 og þarf því að spila 63 leiki í viðbót. Hann segist fá sér bjór eða vínglas eftir hvern leik. (Daily Mail)

Steve McClaren, stjóri Newcastle, segir að félagið hafi ætlað að lána svissneska varnarmanninn Kevin Mbabu, 20 ára, sem átti svo góðan fyrsta leik í úrvalsdeildinni og lék stórt hlutverk í 2-2 jafntefli gegn Chelsea. (Newcastle Chronicle)

John Terry verður í byrjunarliði Chelsea gegn Southampton. (Daily Telegraph)

Tony Pulis, stjóri West Brom, segir að Alan Pardew sem stýrir Crystal Palace ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Englendinga. West Brom heimsækir Crystal Palace í fyrsta leik helgarinnar. (Times)

Chris Smalling segir gott gengi sitt vera þjálfunaráætlun Louis van Gaal að þakka. (Daily Express)

Chelsea ætlar að bjóða 29 milljónir punda í Ruben Neves, 18 ára miðjumann FC Porto. (Evening Standard)

Didier Drogba var valinn leikmaður mánaðarins í norður-amerísku MLS deildinni. Hann skoraði sjö mörk í sex fyrstu leikjum sínum fyrir Montreal Impact. (Montreal Gazette)

Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist ennþá leitast eftir tveir-fyrir-einn tilboðum þegar hann verslar í búðum, þrátt fyrir að vera með himinhá laun atvinnumanns í knattspyrnu. (Daily Star)

Bojan Krkic vann bökunarkeppni Stoke City og hreif dómara keppninnar, stjörnukokkinn Paul Hollywood, með þrefaldri jarðaberja og rjómaköku.

Alexey Yakovlev, rússnesskur geimfari og stuðningsmaður Manchester United, sendi Man Utd fána út í geyminn til að gefa félaginu aukna geimorku. (Daily Mirror)

James Milner er svekktur að góðgerðastofnun hans hafi færri fylgjendur á Twitter heldur en grínaðgangurinn @BoringMilner. Munurinn er hálf milljón fylgjenda. (Times)
Athugasemdir
banner
banner