Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. október 2015 17:14
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: De Bruyne og Aguero langbestir
Agüero setti fimm gegn Newcastle.
Agüero setti fimm gegn Newcastle.
Mynd: Getty Images
Sergio Agüero og Kevin de Bruyne eru búnir að standa sig best af öllum í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt tölfræðivefsíðunni WhoScored.com.

Costel Pantilimon, markvörður Sunderland, er búinn að standa sig verst ásamt Chancel Mbemba varnarmanni Newcastle og Matt Jarvis, kantmanni Norwich.

Wilfried Zaha átti magnaðan leik fyrir Crystal Palace þar sem hann var mjög líflegur og lék tíu sinnum á leikmenn West Brom. Hann fær þriðju hæstu einkunn dagsins.

Jamie Vardy hjá Leicester City fylgir í fjórða sæti ásamt samherja sínum N'Golo Kante og Heurelho Gomes, markverði Watford sem gerði 1-1 jafntefli við Bournemouth.

Glen Johnson komst næstum því á topp tíu listann en hann var í ellefta sæti með 8.1 í einkunn og var maður leiksins er Stoke City lagði Aston Villa.

Topp 10:
1. Sergio Agüero (Man City) - 10
2. Kevin de Bruyne (Man City) - 10
3. Wilfried Zaha (Crystal Palace) - 9.4
4. Jamie Vardy (Leicester City) - 8.4
5. N'Golo Kante (Leicester City) - 8.4
6. Heurelho Gomes (Watford) - 8.4
7. Yannick Bolasie (Crystal Palace) - 8.4
8. David Silva (Man City) - 8.2
9. Steven Fletcher (Sunderland) - 8.2
10. Dimitri Payet (West Ham) - 8.2

Verstu 3:
1. Costel Pantilimon (Sunderland) - 5.6
2. Chancel Mbemba (Newcastle) - 5.6
3. Matt Jarvis (Norwich) - 5.6
Athugasemdir
banner