lau 03. október 2015 15:55
Ívan Guðjón Baldursson
England: Agüero setti fimm - Leicester vann án Mahrez
Agüero fagnaði þriðja marki sínu svona. Svo bætti hann tveimur við.
Agüero fagnaði þriðja marki sínu svona. Svo bætti hann tveimur við.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur heldur betur svarað fyrir sig eftir tvö töp í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Man City fékk Newcastle í heimsókn og lenti undir en Sergio Agüero tókst að jafna fyrir leikhlé.

Í síðari hálfleik fór Agüero á kostum þar sem hann gerði fjögur mörk á sautján mínútum áður en honum var skipt af velli.

Marko Arnautovic gerði eina mark Stoke City sem lagði Aston Villa á meðan framtíð Dick Advocaat er enn óljós eftir 2-2 jafntefli gegn West Ham á Leikvangi ljóssins.

Riyad Mahrez var ónotaður varamaður í sigri Leicester City gegn Norwich og Bournemouth gerði jafntefli við Watford í nýliðaslagnum þar sem Glenn Murray brenndi af vítaspyrnu.

Manchester City 6 - 1 Newcastle
0-1 Aleksandar Mitrovic ('18)
1-1 Sergio Agüero ('42)
2-1 Sergio Agüero ('49)
3-1 Sergio Agüero ('50)
4-1 Kevin de Bruyne ('53)
5-1 Sergio Agüero ('60)
6-1 Sergio Agüero ('62)

Aston Villa 0 - 1 Stoke
0-1 Marko Arnautovic ('55)

Sunderland 2 - 2 West Ham
1-0 Steven Fletcher ('10)
2-0 Jeremain Lens ('22)
2-1 Carl Jenkinson ('45)
2-2 Dimitri Payet ('60)
Rautt spjald: Jeremain Lens, Sunderland ('57)

Norwich 1 - 2 Leicester
0-1 Jamie Vardy ('28, víti)
0-2 Jeffrey Schlupp ('47)
1-2 Dieumerci Mbokani ('68)

Bournemouth 1 - 1 Watford
1-0 Glenn Murray ('28)
1-1 Odion Ighalo ('45)
Athugasemdir
banner
banner