lau 03. október 2015 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Slæmt gengi Chelsea heldur áfram
Graziano Pelle skoraði þriðja og síðasta mark Southampton
Graziano Pelle skoraði þriðja og síðasta mark Southampton
Mynd: Getty Images
Chelsea 1 - 3 Southampton
1-0 Willian ('10 )
1-1 Steven Davis ('43 )
1-2 Sadio Mane ('60 )
1-3 Graziano Pelle ('72 )

Síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka, en Southampton hafði þar betur gegn Chelsea, 3-1.

Chelsea byrjaði leikinn vel og þegar tíu mínútur voru búnar skoraði Willian glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.

Steven Davis náði þó að jafna fyrir Southampton og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Southampton var svo sterkari í seinni hálfleiknum og bættu við tveimur mörkum, en þar voru að verki Sadio Mane og Graziano Pelle.

Þar við sat og 3-1 sigur Southampton á Chelsea staðreynd, en slæmt gengi Chelsea heldur áfram og er liðið í 16 sæti með átta stig þegar átta leikir hafa verið spilaðir. Southampton er hins vegar í níunda sæti með 12 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner