Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 03. október 2015 14:41
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC | Daily Mail 
Eva Carneiro brjáluð út í knattspyrnusambandið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Eva Carneiro, fyrrverandi liðslæknir Chelsea, er ekki sátt með enska knattspyrnusambandið eftir rannsókn þess á atviki sem átti sér stað í fyrstu umferð tímabilsins þegar Chelsea gerði jafntefli við Swansea.

Mourinho náðist á myndband þegar hann kallaði lækninn hórudóttur og er Carneiro búin að segja upp starfi sínu hjá félaginu í kjölfarið.

„Ég var hissa þegar ég komst að því að enska knattspyrnusambandið var að rannsaka atvikið sem átti sér stað 8. ágúst, einfaldlega vegna þess að ég var ekki spurð að neinu og þurfti ekki einu sinni að gefa yfirlýsingu," sagði Carneiro.

„Ég velti því fyrir mér hvort þessi rannsókn sé sú eina í landinu þar sem orð málsaðila skipta engu máli. Þessi ákvörðun að hunsa mikilvæg gögn í þessu máli hefur eflaust komið niður á niðurstöðu málsins."

Carneiro segir þetta ekki vera í fyrsta sinn sem hún lendir í því að upplifa níð í starfi og telur knattspyrnusambandið standa sig herfilega í jafnréttismálum.

„Ég lenti í svipuðu máli á síðasta tímabili í leik gegn West Ham þar sem áhorfendur sungu níðsöngva um mig vegna þess að ég er kvenmaður.

„Annar hópur áhorfenda benti knattspyrnusambandinu á þetta og endaði málið þannig að sambandið sagði fjölmiðlum að það væri ekkert til í þessum kvörtunum. Ég var aldrei spurð um neitt í því máli, en níðsöngvarnir voru mjög augljósir.

„Það er mjög erfitt fyrir kvenmenn að þrífast í þessari íþrótt þegar knattspyrnusambandið tekur ekki á svona málum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner