Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. október 2015 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Martin: Ég hefði byrjað fleiri leiki hjá FH
Gary Martin
Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, sóknarmaður KR, var í afar áhugaverðu viðtali sem sýnt var í uppgjörsþætti Pepsi-markanna nú áðan.

Martin greindi þar frá gremju sinni með því að byrja aðeins átta leiki í sumar, þar sem hann telur sig geta byrjað fleiri leiki hjá öllum öðrum liðum á Íslandi, þar á meðal FH.

"Ég hef ekki hugmynd um hvort ég verð áfram hjá KR. Ég er leikmaður KR í augnablikinu en það gæti þó breyst. Það er ekkert öruggt í augnablikinu," sagði Gary Martin í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 Sport.

"Ég er verulega ósáttur með það að hafa aðeins byrjað átta leiki í sumar og ég tel að ég hefði spilað meira í öllum öðrum liðum á Íslandi og þar á meðal FH."

Þegar Gary var spurður hvort það væri hans fyrsti kostur að vera áfram hjá KR sagðist hann ekki vera viss um það.

"Ég er ekki viss, en ég hef átt þrjú frábær hjá KR, þar sem ég hef unnið titil á hverju tímabili svo skulda félaginu og stuðningsmönnunum mikið."

"Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir og mótakan sem ég fékk þegar ég kom inn á í bikarúrslitunum var sú besta sem ég hef fengið á mínum ferli og því vil ég þakka stuðningsmönnunum fyrir tíma minn hér ef hann tekur enda, en þú vilt auðvitað ekki yfirgefa stærsta félagið á Íslandi,"
sagði Martin að lokum
Athugasemdir
banner
banner
banner