Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 03. október 2015 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Emil lék allan leikinn í jafntefli gegn nágrönnunum
Emil Hallfreðsson
Emil Hallfreðsson
Mynd: Getty Images
Chievo 1 - 1 Hellas Verona
0-1 Eros Pisano ('70 )
1-1 Lucas Castro ('84 )

Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn þegar að lið hans, Hellas Verona gerði, 1-1, jafntefli gegn Chievo í seinni leik dagsins í Serie A.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik, en um nágrannaslag var að ræða og því mikil barátta á milli liðanna.

Eros Pisano braut ísinn fyrir Hellas og kom þeim yfir þegar 20 mínútur voru til leiksloka, en Lucas Castro náði að jafna fyrir Chievo á 84. mínútu og þar við sat.

Eftir leikinn er Hellas í 18 sæti með fjögur stig, en Chievo er með tólf stig í fjórða sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner