lau 03. október 2015 19:05
Fótbolti.net
Lið 22. umferðar - Enn heldur Gunnleifur hreinu
Andrés Már Jóhannesson var maður leiksins þegar Fylkir vann FH.
Andrés Már Jóhannesson var maður leiksins þegar Fylkir vann FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic, varnarmaður Blika.
Damir Muminovic, varnarmaður Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag. Það var vel við hæfi að Gunnleifur Gunnleifsson náði að halda marki sínu hreinu í 1-0 útisigir Breiðabliks gegn Fjölni en hann er í markinu í liði umferðarinnar.

Gunnleifur fékk aðeins 13 mörk á sig í deildinni í sumar og var í liði ársins sem kynnt var í vikunni.



Damir Muminovic var líkt og Gunnleifur bæði í liði ársins og í úrvalsliði lokaumferðarinnar.

ÍA átti flott sumar og vann í Vestmannaeyjum. Ármann Smári Björnsson og Garðar Gunnlaugsson eru í úrvalsliði 22. umferðar.

Stjarnan sótti stigin þrjú á nýtt gervigras Vals. Heiðar Ægisson og Daníel Laxdal eru í liðinu.

Keflavík vann viðureign föllnu liðanna en Jóhann Birnir Guðmundsson og Hörður Sveinsson fá sæti í liðinu. Þá rúllaði KR yfir Víking þar sem Gary Martin og Óskar Örn Hauksson voru bestu menn. Barni Guðjónsson fær titilinn þjálfari umferðarinnar.

Andrés Már Jóhannesson var valinn maður leiksins þegar Fylkir vann Íslandsmeistara FH og fær að launum fyrirliðabandið í liði umferðarinnar!

Fyrri úrvalslið:
21. umferð
20. umferð
19. umferð
18. umferð
17. umferð
16. umferð
15. umferð
14. umferð
13. umferð
12. umferð
11. umferð
10. umferð
9. umferð
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Athugasemdir
banner
banner
banner