Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. október 2015 17:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McClaren: Við fórum í leikinn til að vinna
Steve McClaren hér ásamt aðstoðarmanni sínum
Steve McClaren hér ásamt aðstoðarmanni sínum
Mynd: Getty Images
Steve McClaren var að vonum ósáttur eftir 6-1 tap Newcastle gegn Man City í dag.

Sergio Aguero reyndist Newcastle liðinu erfiður, en hann skoraði fimm af sex mörkum City í leiknum.

"Við fórum í leikinn til að vinna. Markið sem kom rétt fyrir leikhlé vakti þá og næstu 13 mínúturnar voru ótrúlegar," sagði McClaren eftir leik.

"Man City er með besta liðið í ensku úrvalsdeildinni og fjórir fremstu leikmennirnir hjá þeim geta búið til mark úr engu."

"6-1 var kannski ekki sanngjörn úrslit. Það var ekki kerfið sem mistókst, heldur voru það einstaklingsmistök og frábær leikur hjá Aguero sem varð okkur að falli."

"Við erum að byggja upp liðsanda í búningsklefanum og núna verðum við að hrista þetta af okkur og mæta af krafti gegn Norwich í næsta leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner