Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 03. október 2015 19:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Erfitt að reka mig þar sem ég er sá besti í sögu Chelsea
Jose Mourinho er ansi litríkur
Jose Mourinho er ansi litríkur
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var auðvitað graufúll eftir 3-1 tap liðsins gegn Southampton í dag.

Chelsea hefur byrjað þetta tímabil afar illa, en Mourinho ætlar ekki að gefast upp og hefur trú á því að liðið geti ennþá náð Meistaradeildarsæti.

"Að verða meistari núna verður erfitt þar sem að það er langt á milli liða, en ég er sannfærður um það að við lendum í topp fjórum," sagði Mourinho eftir leik.

"Ef að félagið vill losna við mig, þá verður það að reka mig, vegna þess að ég ætla ekki að hlaupa í burtu.

"Það væri mikilvægt augnablik í sögu félagsins, þar sem ég er besti stjóri í sögu félagsins og það verður því að reka þann besta."


Mourinho ákvað þá einnig að gagnrýna dómarana í leiknum, en hann var ósáttur að fá ekki vítaspyrnu í leiknum.

"Dómararnir eru hræddir við að dæma fyrir Chelsea. Í stöðunni 1-1 áttum við að fá vítaspyrnu og í enn eitt skiptið fáum við hana ekki."

"Ef að knattspyrnusambandið vill refsa mér, þá má það gera það. Þeir refsa ekki öðrum þjálfurum, þeir refsa bara mér."

"Þessi vítaspyrna var ansi stór dómur, því eftir það misstum við sjálfstraustið og leikur okkar hrundi hrundi."

Athugasemdir
banner
banner