Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. október 2015 17:05
Elvar Geir Magnússon
Patrick Pedersen endaði með gullskóinn
Adidas
Patrick Pedersen með gullskóinn.
Patrick Pedersen með gullskóinn.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Það var danski sóknarmaðurinn Patrick Pedersen hjá Val sem endaði sem markakóngur Pepsi-deildarinnar 2015 en lokaumferðin fór fram í dag.

Patrick skoraði þrettán mörk og var marki á undan Jonathan Glenn í Breiðabliki sem setti sitt tólfta mark í lokaumferðinni.

Patrick fékk gullskó adidas í hendurnar eftir leikinn í dag en hann skoraði mörkin sín þrettán í 20 leikjum. Glenn var með tólf mörk í 20 leikjum.

Markahæstir í Pepsi-deildinni
13 - Patrick Pedersen, Valur (4 víti)
12 - Jonathan Glenn, Breiðablik (2 víti)
9 - Garðar Gunnlaugsson, ÍA (0 víti)
9 - Steven Lennon, FH (3 víti)
8 - Atli Viðar Björnsson, FH (0 víti)
8 - Óskar Örn Hauksson, KR (1 víti)
8 - Jeppe Hansen, Stjarnan (0 víti)
8 - Atli Guðnason, FH (0 víti)
Athugasemdir
banner