Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 03. október 2015 16:43
Ívan Guðjón Baldursson
Pellegrini: Varð að taka Aguero af velli
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini var augljóslega ánægður eftir stórsigur Manchester City gegn Newcastle í dag.

Heimamenn í Manchester gerðu sex mörk og átti sóknarmaðurinn knái Sergio Agüero fimm markanna.

„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við viljum skora sem flest mörk í hverjum leik, ekki pakka í vörn þegar við komumst einu eða tveimur mörkum yfir," sagði Pellegrini kátur eftir leik.

„Það er mikilvægt að stuðningsmennirnir sjái leikmennina skora mörg mörk og spila léttleikandi. Þeir nutu sín augljóslega á vellinum í dag."

Newcastle komst yfir í leiknum en Agüero jafnaði rétt fyrir lok fyrri hálfleiks áður en flugeldasýningin fór af stað í upphafi síðari hálfleiks.

„Það var mjög mikilvægt að skora jöfnunarmark fyrir leikhlé. Í búningsklefanum sagði ég strákunum að vera aðeins rólegri á boltanum."

Agüero var nálægt því að bæta markamet ensku úrvalsdeildarinnar yfir mörk skoruð í einum leik, en Pellegrini tók sóknarmanninn af velli eftir fimmta markið sem jafnaði metið.

„Agüero er búinn að vera að brenna svolítið af á tímabilinu en í dag sýndi hann hvers hann er megnugur. Hann var ekki svekktur með að vera tekinn af velli, hann þurfti læknisaðstoð í hálfleik og það hefði verið alltof mikil áhætta að láta hann klára leikinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner