lau 03. október 2015 09:30
Arnar Geir Halldórsson
Redknapp: Martial sá besti síðan Messi braust fram á sjónarsviðið
Anthony Martial
Anthony Martial
Mynd: Getty Images
Allir helstu knattspyrnusérfræðingar heimsins keppast nú við að mæra nýjustu stjörnu Man Utd, Anthony Martial.

Margir voru á því að Man Utd hafi borgað allt of mikið fyrir þennan 19 ára sóknarmann og töluðu um að örvænting hafi ráðið för hjá Man Utd á lokadegi félagaskiptagluggans.

Þær raddir þögnuðu hinsvegar fljótt eftir að Martial byrjaði að spila en hann hefur slegið í gegn í búningi Man Utd og verið einn af betri leikmönnum liðsins undanfarnar vikur.

Jamie Redknapp er einn þeirra sem hefur hriifst af Martial og segir hann hafa alla burði til þess að verða stórstjarna.

„Ég horfði á hann í 90 mínútur í Meistaradeildinni og ég hef bara séð einn leikmann vera betri á þessum aldri og það er Lionel Messi."

„Ég spilaði á móti Wayne Rooney þegar hann var að stíga sín fyrstu skref en þessi strákur (Martial) hefur svo mikla fótboltagreind. Hann veit hvenær hann á senda boltann, hvenær hann á að gefa fyrir, hvenær hann á að taka menn á og hvenær á að skjóta."

„Svo fer hann framhjá mönnum eins og þeir séu ekki til."
sagði Redknapp.

Martial hefur skorað fjögur mörk í fyrstu sex leikjum sínum fyrir Man Utd og hefur þar fyrir utan sýnt stórkostleg tilþrif.

„Það er ástæða fyrir öllu sem hann gerir. Það er eins og hann hafi séð þetta allt áður og það eru bara örfáir leikmenn sem hafa þetta."

„Það er erfitt að festa fingur á hvað þetta er en þetta eru gæðamerki. Ég elska að fylgjast með honum spila. Hann mun verða stórstjarna,"
sagði Redknapp.

Man Utd heimsækir Arsenal á sunnudag og er búist við að Martial leiði framlínu liðsins en hann hafði ítrekað verið orðaður við Arsenal áður en hann gekk í raðir Man Utd.

Athugasemdir
banner
banner
banner