Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 03. október 2015 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Sporting Gijon stal sigrinum í lokin
Halilovic var á skotskónum í dag
Halilovic var á skotskónum í dag
Mynd: Getty Images
Espanyol 1 - 2 Sporting Gijon
0-1 Alen Halilovic ('10 )
0-1 Felipe Caicedo ('30 , Misnotað víti)
1-1 Felipe Caicedo ('62 )
1-2 Alex Menendez ('90 )

Sporting Gijon vann dramatískan 2-1 sigur á Espanyol í þriðja leik dagsins í La Liga.

Hinn bráðefnilegi, Alen Halilovic, kom Sporting yfir eftir tíu mínútna leik og þannig var staðan í hálfleik, en Felipe Caidedo hafði klúðrað víti í fyrri hálfleiknum.

Caicedo bætti þó upp fyrir vítaspyrnuklúðrið með jöfnunarmarki í seinni hálfleik og leit allt út fyrir það að jafntefli yrði niðurstaðan, en Alex Menendez sá til þess að svo varð ekki og tryggði gestunum 2-1 sigur með marki í uppbótartíma.

Sporting Gijon fór með sigrinum upp í tíunda sætið með átta stig, en Espanyol er með einu stigi meira í sætinu fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner