Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. október 2015 15:33
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Werder heldur áfram að tapa
Vedad Ibisevic gerði tvö fyrir Hertha í dag.
Vedad Ibisevic gerði tvö fyrir Hertha í dag.
Mynd: Getty Images
Aron Jóhannsson var ekki í hóp hjá Werder Bremen sem tapaði sínum fjórða leik í röð í þýsku deildinni í dag þegar liðið heimsótti Hannover sem skóp sinn fyrsta sigur á tímabilinu.

Borussia Mönchengladbach er búið að ná sér eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeildinni og lagði sterkt lið Wolfsburg af velli.

Gott gengi Hertha Berlin heldur áfram með þriggja marka sigri á Hamburger SV og er liðið nú í fjórða sæti deildarinnar með fjórtán stig eftir átta umferðir.

Hoffenheim gerði þá jafntefli við Stuttgart og nýliðar Ingolstadt lögðu Eintracht Frankfurt af velli og eru í fimmta sæti.

Borussia M. 2 - 0 Wolfsburg
1-0 Havard Nordtveit ('75 )
2-0 Ibrahima Traore ('79 )


Hannover 1 - 0 Werder
1-0 Salif Sane ('55 )


Hertha 3 - 0 Hamburger
1-0 Salomon Kalou ('17 )
2-0 Vedad Ibisevic ('76 )
3-0 Vedad Ibisevic ('78 )


Hoffenheim 2 - 2 Stuttgart
1-0 Kevin Volland ('33 , víti)
1-1 Jan Kliment ('64 )
2-1 Kevin Volland ('77 )
2-2 Timo Werner ('90 )


Ingolstadt 2 - 0 Eintracht Frankfurt
1-0 Pascal Gross ('78 )
2-0 Stefan Lex ('84 )
Athugasemdir
banner
banner