Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 03. október 2017 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Lucas Guðjohnsen skaut U17 í milliriðla
Frá æfingu U17 ára landsliðsins í Finnlandi.
Frá æfingu U17 ára landsliðsins í Finnlandi.
Mynd: KSÍ
U17 ára landslið karla er komið í milliriðila í undankeppni EM 2018, en liðið vann Rússland 2-0 í dag. Leikið var í Finnlandi.

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði bæði mörk Íslands í dag, úr vítaspyrnu á 25. mínútu og síðan bætti hann við marki fimm mínútum síðar. Andri Lucas er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen.

Ísland endaði með sjö stig, rétt eins og Finnland, en Finnland endar í efsta sæti riðilsins á undan Íslandi á markatölu eftir að hafa unnið Færeyjar 4-0 á sama tíma. Rússland er síðan í þriðja sæti með þrjú stig og Færeyjar enda á botninum án stiga.

Byrjunarlið Íslands í dag:

Markvörður: Sigurjón Daði Harðarson

Varnarmenn: Atli Barkarson, Finnur Tómas Pálmason, Guðmundur Axel Hilmarsson og Teitur Magnússon

Miðjumenn: Jóhann Árni Gunnarsson, Ísak Snær Þorvaldsson og Sölvi Snær Fodilsson

Kantmenn: Kristall Máni Ingason og Karl Friðleifur Gunnarsson

Framherji: Andri Lucas Guðjohnsen



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner