banner
   þri 03. október 2017 11:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Formaður ÍBV um Kristján: Árangurinn frábær
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Raggi Óla
„Það er engin niðurstaða komin, ekki nema bara það að hann er með samning við okkur, hann gerði þriggja ára samning við okkur fyrir tímabilið," sagði Páll Þorvaldur Hjarðar, formaður ÍBV, í samtali við Fótbolta.net aðspurður út í það hvort Kristján Guðmundsson myndi halda áfram með Vestmannaeyjaliðið.

Orðrómur hefur verið um að Kristján sé að hætta með ÍBV.

„Báðir aðilar eiga eftir að fara yfir sumarið almennilega, menn hafa bara verið að fagna sætinu, auðvitað á bara eftir að fara yfir það," sagði Páll um þjálfaramálin.

En er vilji hjá ÍBV að halda Kristjáni? Hann gerði liðið að bikarmeisturum og hélt því í Pepsi-deildinni.

„Árangurinn er frábær, þar sem liðið hélt sér uppi er árangurinn frábær í sumar. Liðið er í Evrópukeppni og vinnu fyrsta bikarinn í 19 ár þannig að árangurinn er frábær."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner