Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. október 2017 08:10
Elvar Geir Magnússon
Antalya
Fótbolti.net í Tyrklandi - Æfingu Íslands seinkað vegna hita
Icelandair
Ísland æfir í Antalya en svæðið er mjög vinsælt sem æfingabúðir hjá fótboltafélögum um allan heim.
Ísland æfir í Antalya en svæðið er mjög vinsælt sem æfingabúðir hjá fótboltafélögum um allan heim.
Mynd: Getty Images
Íslenska landsliðið er í Antalya í Tyrklandi í undirbúningi fyrir risaleikinn gegn heimamönnum sem fram fer á föstudagskvöld. Annað kvöld mun liðið svo fljúga yfir til Eskisehir þar sem leikurinn fer fram.

Þegar þessi frétt er skrifuð er 27 stiga hiti í Antalya og samkvæmt upphaflegu plani ætti æfing íslenska liðsins að vera í gangi. Í gær barst fjölmiðlum þó tilkynning um að Heimir Hallgrímsson og hans menn hefðu breytt dagskránni vegna hitans.

Æfing dagsins verður klukkan 17 að staðartíma en þá verður hitinn ekki eins mikill.

Fótbolti.net mætti til Antalya í gærkvöldi og fylgist vel með öllu í kringum leikinn en auk fjölda frétta á síðunni sjálfri verða samskiptamiðlar okkar, til dæmis Snapchat og Instagram, iðandi af lífi.

Leikurinn sjálfur verður 21:45 að staðartíma á föstudagskvöld, 18:45 að íslenskum. Hitastigið ætti þvi ekki að vera vandamál þá en ljóst er að mönnum verður heitt í hamsi í stúkunni.

Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaðurinn reyndi, býst við ærandi hávaða á vellinum eins og hann sagði í viðtali við útvarpsþátt Fótbolta.net.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner