þri 03. október 2017 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Greg Clarke: Átti að reka Sampson fyrir nokkrum árum
Mynd: Getty Images
Greg Clarke telur að enska knattspyrnusambandið hafi átt að vera búið að reka Mark Sampson, sem hefur verið að þjálfa enska kvennalandsliðið og Bristol Academy, fyrir löngu síðan.

Tveir hörundsdökkir leikmenn Englands kvörtuðu undan hegðun Sampson, sem þær töldu hafa sýnt sér kynþáttafordóma í landsliðsverkefni.

Knattspyrnusambandið ákvað að grafa lengra aftur í fortíð Sampson og þegar það kom í ljós að hann hafi átt í sex mánaða sambandi við leikmann sem hann þjálfaði hjá Bristol var mælirinn yfirfullur og Sampson rekinn.

Ásakanirnar voru rannsakaðar í ystu æsar og í ljós kom að Sampson þótti ekki brotlegur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner