Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 03. október 2017 20:00
Magnús Már Einarsson
Antalya í Tyrklandi
Hannes: Lundin léttist þegar ég hitti landsliðið
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var fjarri góðu gamni í 1-0 tapinu gegn Tyrklandi fyrir tveimur árum en hann fór úr axlarlið í aðdraganda leiksins. Hannes er spenntur fyrir því að spila í Tyrklandi í stórleiknum á föstudaginn.

„Það er margt í aðdraganda þessa leiks sem er spennandi og eitt af því er að upplifa þetta andrúmsloft. Þetta er mikilvægur leikur og það er kominn fiðringur í magann yfir þessu öllu saman," sagði Hannes við Fótbolta.net í dag.

„Við erum með gott lið og höfum sýnt það undanfarin ár að við höfum náð að takast á við erfiðar áskoranir. Við höfum oft staðið uppi sem sigurvegarar í leikjum sem við vorum ekki sigurstranglegri aðilinn í fyrirfram. Við vitum að það er allt hægt í þessu og við vitum hvað við getum. Þegar við náum upp okkar besta leik erum við erfiðir viðureignar. Við vitum að þetta verður gífurlega erfiður leikur en það þýðir ekki annað en að fara brattur inn í hann og ætla að vinna."

Hannes og félagar í Randers eru á botninum í dönsku úrvalsdeildinni. Hannes segir fínt að kúpla sig úr boltanum í Danmörku og mæta í verkefni með landsliðinu.

„Þetta er endurtekin saga undanfarin ár. Það er þungt yfir í Randers og síðan hitti ég landsliðið og lundin léttist og ég vinn einhverja leiki. Vonandi verður það sama uppi á teningunm núna,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner