Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. október 2017 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ian Wright væri til í að sjá Dyche taka við Arsenal
Mynd: Getty Images
Ian Wright, fyrrum sóknarmaður, væri til að sjá Sean Dyche taka við Arsenal þegar Arsene Wenger hættir með liðið.

Dyche hefur verið að gera frábæra hluti með Burnley undanfarin ár.

Þrátt fyrir að Wright vilji fá hann til að taka við Arsenal þá telur hann ekki líklegt að það muni gerast. Hann býst við því að Dyche muni enda í starfi landsliðsþjálfara Englands.

„Ég trúi því að hann (Dyche) þurfi á einhverjum tímapunkti að taka næsta skref," sagði Wright á BBC.

Wright var síðan spurður að því hvort hann væri til í að fá Dyche sem arftaka Wenger hjá Arsenal. „Já, en myndu þeir gefa Dyche starfið? Ég held ekki, en hann hefur burði til þess að stýra einu besta liði deildarinnar. Ef Arsenal vill hann eiga þeir að taka hann."

„Honum verður samt örugglega ýtt út í starfið hjá Englandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner