Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   þri 03. október 2017 10:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Matti Villa: Ég er enginn lúxus leikmaður
Matthías hefur staðið sig vel hjá Rosenborg.
Matthías hefur staðið sig vel hjá Rosenborg.
Mynd: Getty Images
Mynd: Rosenborg
Mynd: Getty Images
Nicklas Bendtner.
Nicklas Bendtner.
Mynd: Getty Images
Matthías sló rækilega í gegn hjá FH og var magnaður í búningi liðsins.
Matthías sló rækilega í gegn hjá FH og var magnaður í búningi liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Matthías Vilhjálmsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Hann er staddur hér á landi um þessar mundir en þar heldur hann áfram að vinna í að koma sterkur til baka eftir meiðsli, þau fyrstu alvarlegu á hans ferli.

Matti er þrítugur og hafði leikið glimrandi vel með norska stórliðinu Rosenborg þegar hann meiddist í æfingaleik. Hann byrjaði viðtalið á að segja frá aðdraganda meiðslana.

„Þetta var í landsleikjahlénu í september. Við spiluðum æfingaleik gegn 3. deildarliði í Þrándheimi til að halda þeim á tánum sem voru ekki í landsliðsverkefnum. Þegar þrjár mínútur voru búnar af leiknum lendi ég í samloku milli manna og er það óheppinn að stíga í löppina á sama tíma. Þá fann ég að það fór allt í hnénu og læknirinn vissi strax að þetta væri alvarlegt. Þegar hann sagði mér að þetta væri krossbandið þá var maður náttúrulega mjög leiður," segir Matthías.

„Mér fannst þetta búið að vera mitt besta tímabil á öllum ferlinum. Ég var búinn að skora sextán mörk í öllum keppnum og var að spila fullt. Ég byrjaði ekki alltaf en spilaði í hverjum einasta leik. Ég var búinn að vera í hóp hjá Rosenborg í öllum leikjum frá 2015, það er með bikarleikjum. Það var skrítið að þurfa í fyrsta sinn að horfa á leik uppi í stúku."

„Ég verð að passa vel upp á heilsu mína núna þegar ég er þrítugur. Ég má ekki flýta mér of mikið, ég ætla að koma sterkur til baka svo ég lendi ekki aftur í þessu."

Geggjuð upplifun að slá út Ajax
Fyrir rúmum tveimur árum gekk Matthías í raðir Rosenborg frá Start.

„Ég kom sumarið 2015 og þá var Rosenborg langefst. Alexander Söderlund (fyrrum leikmaður FH) var langmarkahæstur og ég vissi að það tæki tíma að komast inn í þetta. Svo fór hann eftir tímabilið. Í fyrsta leiknum mínum í norsku úrvalsdeildinni spilaði ég reyndar djúpur á miðjunni. Það vantaði einmitt miðjumann þá því það voru einhver meiðsli. Það gekk mjög vel og eftir það var mér hent út um allt því hann sá að ég gat leyst margar stöður. Á þeim tímapunkti var það mjög gaman því ég fékk að spila með góðu liði og við vorum að vinna flesta leiki. Það var gaman að taka þátt í því. Maður nær samt miklu frekar að bæta sig ef maður spilar sömu stöðu yfir lengra tímabil. Það gerðist í ár. Ég er búinn að vera nokkra leiki frammi en í 80% leikjanna sem sóknarsinnaður á miðjunni. Ég var að skora mikið þrátt fyrir að vera á miðjunni."

Rosenborg er í Þrándheimi og þar er fótboltahefðin mikil.

„Það snýst allt um fótbolta þarna. Á gullaldartímabilinu var liðið að fara langt í Meistaradeildinni. Það er þvílík pressa þarna að komast í riðlakeppni í Evrópukeppninni og nánast ekki nóg að vinna tvöfalt, deild og bikar. Það þarf að komast langt í Evrópu," segir Matthías en liðið náði að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með því að slá út hollenska liðið Ajax sem lék til úrslita í kepninni á síðasta tímabili.

„Það héldu allir að þetta væri ekki séns fyrir okkur en við unnum báða leikina gegn þeim. Það var geggjuð stemning að ná að slá Alax út og vinna fyrri leikinn á útivelli fyrir framan 40-50 þúsund manns. Það var baulað á Ajax. Svo komumst við yfir 1-0 í seinni leiknum en á fimm mínútna kafla er staðan orðin 1-2 og við á útleið. Þá kemur Nígeríumaðurinn okkar inn og setur tvö fáránleg mörk. Allt verður vitlaust á vellinum og þetta var geggjuð upplifun," segir Matthías.

Bendtner gáfaðri en ég hélt
Með honum í Rosenborg er danski sóknarmaðurinn skrautlegi Nicklas Bendtner. Þessi fyrrum leikmaður Arsenal hefur verið duglegur við að komast í fjölmiðla fyrir ýmis uppátæki.

„Hann er algjör fagmaður og það er gaman að honum. Hann er mun gáfaðri en ég hélt. Hann hefur hæfileika sem ekki margir í Skandinavíu eru með. Í byrjun tímabils snérist þetta um að koma honum í leikform og það var aðeins á minn kostnað. Ég skoraði í hverjum leik sem ég spilaði frammi en samt fékk hann að spila áfram. Það virðist vera að skila sér að undanförnu. Hann er frábær fótboltamaður," segir Matthías en Bendtner hefur verið mjög heitur í síðustu leikjum.

„Hann er að nota Rosenborg til að koma ferlinum aftur á stað, sýna hvað í honum býr og að hann hefur þroskast. Hann hefur kannski tekið einhverjar rangar ákvarðanir á leiðinni, ég veit það ekki. Hann er að sýna með liðinu hve mikla hæfileika hann er með og spurning hversu lengi við fáum að hafa hann í Rosenborg. Hann er mjög fagmannlegur í mataræði og slíku en honum finnst auðvitað gaman að lífinu eins og fólk á að hafa. Ég hef bara góða hluti að segja um hann"

Drasl ef ég legg ekki hart að mér
Í viðtalinu er einnig farið yfir það þegar Matthías gekk í raðir FH. Hann ólst upp á Ísafirði þar sem hann var hluti af öflugri kynslóð fótboltastráka. Aðstaðan fyrir vestan var ekki góð og hann ákvað að fara suður þegar hann var að verða sautján ára.

„Ég kem fyrst 2003 og ákveð að fara í Verzló í framhaldsskóla. Ég var að leita að félagi og fór á æfingar hjá Skaganum. Svo ákvað ég að fara á æfingar hjá Lauga Bald (hjá FH). Ég er mjög sáttur við að hafa farið í FH einmitt þegar gullaldartímabil félagsins var að hefjast. Maður fékk að kynnast sigurhefðinni með því að spila með þeim leikmönnum sem voru þar."

Matthías gekk í raðir FH ásamt Birki, öðrum efnilegum leikmanni og hans besta vini frá Ísafirði.

„Það var ekkert grín að flytja einn í bæinn og búa tveir í kjallaraíbúð í Hafnarfirði. Við fengum góðan stuðning frá foreldrum okkur. Ég er enginn lúxus leikmaður, ég er bara kominn þar sem ég er í dag því ég hef lagt hart að mér. Gamli þjálfarinn minn hjá Start sagði að ég væri drasl ef ég myndi ekki leggja hart að mér."

„Ég fæ minn fyrsta leik með meistaraflokki FH gegn Fram 2005. Tryggvi (Guðmundsson) skoraði þrennu og Fram féll eftir þann leik. Árið eftir spilaði ég mjög mikið, það gekk illa að skora en þetta var mjög lærdómsríkt tímabil. 2006 fer ég svo að standa mig almennilega, fer að skora og verð mjög mikilvægur hlekkur í liðinu."

Hættur að pirra sig
Þrátt fyrir velgengnina með Rosenborg hefur Matthías fengið fá tækifæri með landsliðinu. Hann er vanur því að fá reglulega spurningar frá fjölmiðlum um málið en hann segir lítið hægt að kvarta á meðan liðinu gengur eins vel og raun ber vitni.

„Í sjö til átta mánuði hef ég ekki nennt að pirra mig á þessu. Það er bara gamla góða klisjan að leggja hart að sér," segir Matthías sem er ákveðinn í að koma sterkur til baka eftir meiðslin.

Athugasemdir
banner
banner
banner