Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. október 2017 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Barcelona fara í ensku úrvalsdeildina?
Mynd: Getty Images
Svo gæti farið að stórveldið Barcelona muni spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni.

Ef Katalónía fær sjálfstæði frá Spáni þá þarf Barcelona, ásamt Espanyol og Girona, að ákveða í hvaða deild skal spila, hvort það verði spænska úrvalsdeildina eða einhver önnur deild.

Mikil átök hafa átt sér stað í Katalóníu stað undanfarna daga vegna kosninga í héraðinu um sjálfstæði frá Spáni, en 90% þeirra sem tóku þátt í kosningunum kusu með sjálfstæði Katalóníu.

„Ef Katalónía verður sjálfstæð þá þarf félagið að ákveða í hvaða deild við spilum," sagði Bartomeu við blaðamenn.

Gerard Figueras, íþróttaráðherra Katalóníu, telur að möguleiki sé á því að Barcelona fari í ensku úrvalsdeildina.

„Ef Katalónía fær sjálfstæði, þá þurfa lið héraðsins, Barcelona að ákveða í hvaða deild skal spila: í spænsku úrvalsdeildinni eða í deild í nágrannalandi eins og Frakklandi, Ítalíu eða ensku úrvalsdeildinni," sagði Figueras.

Sjá einnig:
Leikurinn í Barcelona spilaður - Engir áhorfendur
Athugasemdir
banner
banner
banner