Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. október 2017 09:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sanchez til PSG fyrir Draxler - Inter vill fá Özil
Powerade
Sanchez og Özil gætu verið á förum frá Arsenal.
Sanchez og Özil gætu verið á förum frá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Stjórn West Ham treystir Bilic.
Stjórn West Ham treystir Bilic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoðum slúðrið á þessum ágæta þriðjudegi.



Leikmenn Everton telja að Ronald Koeman, stjóri liðsins, sé að bíða eftir því að fá sparkið frá Farhad Moshiri, eiganda félagsins. Everton hefur byrjað tímabilið illa og það hefur mikil pressa myndast á Koeman.. (Sun)

Arsenal vill skipta á Alexis Sanchez (28) fyrir Julian Draxler (24), leikmann Paris Saint-Germain í janúar. (Daily Star)

Inter Milan hefur áhuga á Mesut Özil (28), miðjumanni Arsenal, en þeir búast ekki við því að kaupa hann í janúar. (Premium Sport)

Arsenal gæti samt reynt að selja hann (Özil) fyrir eitthvað í janúar í stað þess að missa hann frítt næsta sumar. (Daily Mirror)

Manchester United gæti reynt að kaupa Leon Goretzka (22), miðjumann Schalke. Barcelona hefur líka áhuga en þeir eru ekki tilbúnir að bjóða í hann. (Manchester Evening News)

Chelsea óttast að Alvaro Morata (24) verði frá í að minnsta kosti mánuð. Morata, sem var keyptur frá Real Madrid fyrir 70 milljónir punda, meiddist gegn Manchester City um síðustu helgi. (Daily Mail)

Stjórn West Ham stendur með knattspyrnustjóranum Slaven Bilic þrátt fyrir sögusagnir um annað. (London Evening Standard)

Giorgio Chiellini (33), varnarmaður Juventus er við það að skrifa undir nýjan samning. Chelsea hafði áhuga á honum. (Calciomercato)

Manchester United og Chelsea hafa bæði áhuga á varnarmanninum Dael Fry (20, sem er leikmaður Middlesbrough í Championship og enska U-21 árs landsliðsins. (Teamtalk)

Umboðsmaður Krepin Diatta (18), sem hefur vakið áhuga Manchester United, segir að strákurinn sé ekki tilbúinn að fara til stórliðs í Evrópu. Hann leikur í dag með Sarpsborg í Noregi. (Metro)
Athugasemdir
banner
banner