þri 03. október 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjö lönd keppast um fjögur sæti á HM
Mynd: Getty Images
Lionel Messi er í leikmannahópi Argentínu sem mætir Perú og Ekvador í undankeppni HM á næstu dögum.

Undirbúningstímabilið hefur gengið skelfilega hjá Argentínu, sem er í hættu á að missa í fyrsta sinn af Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu síðan 1970.

Tíu landslið eru saman í undankeppni S-Ameríku og komast þau fjögur bestu beint á HM á meðan fimmta fer í umspil.

Úrúgvæ, Kólumbía, Perú, Argentína, Síle, Paragvæ og Ekvador eru löndin sjö sem eru að reyna að komast á HM.

S-Ameríka
1. Brasilía 37 stig
2. Úrúgvæ 27
3. Kólumbía 26
4. Perú 24
5. Argentína 24
6. Síle 23
7. Paragvæ 21
8. Ekvador 20
9. Bólivía 13
10. Venesúela 10
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner