fös 03. nóvember 2017 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Santi Cazorla missti næstum fótinn - Gæti snúið aftur í janúar
Mynd: Getty Images
Santi Cazorla hefur verið frá í rúmt ár vegna meiðsla í hásin. Spánverjinn greindi nánar frá meiðslunum í nýlegu viðtali við Marca.

Í viðtalinu kemur meðal annars fram að Cazorla var næstum búinn að missa fótinn vegna sýkingar sem hann fékk eftir eina aðgerðina. Hann hefur þurft að fara í átta aðgerðir á síðustu 14 mánuðum og er búið að stytta sinina í hægri ökklanum um átta sentimetra.

Neðst í fréttinni má sjá mynd af ökklanum hjá Cazorla í dag.

Cazorla er 32 ára gamall og þykir meðal bestu leikmanna Arsenal þegar hann er heill heilsu.

Læknar segja hann vera heppinn að geta svo mikið sem tekið göngutúr eftir allt sem hann hefur gengið í gegnum.

Þrátt fyrir allt þetta er líklegt að Cazorla snúi aftur úr meiðslum snemma á næsta ári og klári tímabilið með sínum mönnum sem eru í meistaradeildarbaráttu.

Cazorla hefur verið hjá Arsenal síðan 2012 þegar hann var keyptur frá Malaga. Hann hefur unnið FA bikarinn tvisvar með félaginu, þar sem sigurinn síðasta vor telst ekki með vegna meiðslanna.

Hér að neðan má sjá mynd af fætinum.



Athugasemdir
banner
banner
banner