Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   mið 03. desember 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Fótbolta.net mótið - Riðlaskipting og leikjaniðurröðun
Stjarnan sigraði FH í úrslitaleik í Fótbolta.net mótinu í ár.
Stjarnan sigraði FH í úrslitaleik í Fótbolta.net mótinu í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Veigar Páll með verðlaunin í síðasta móti.
Veigar Páll með verðlaunin í síðasta móti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og Breiðablik eru í A-riðli.
FH og Breiðablik eru í A-riðli.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Keflavík og ÍBV mætast í B-riðli.
Keflavík og ÍBV mætast í B-riðli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net mun fimmta árið í röð standa fyrir æfingamóti í janúar þar sem mörg af sterkustu liðum landsins taka þátt.

Sex lið úr Pepsi-deildinni taka þátt í A-deildinni að þessu sinni sem og tvö lið í fyrstu deild. Mótið hefst 9. janúar og lýkur í lok mánaðarins þegar leikið verður um sæti.

Einnig verður leikið í B-deild þar sem félög í fyrstu og annarri deild taka þátt en leikjaplanið þar mun liggja fyrir á næstu dögum.

Líkt og vanalega er liðunum skipt niður í tvo riðla og í kjölfarið er leikið um sæti þar sem efstu liðin í hvorum riðli mætast í úrslitum og svo framvegis. Félag deildardómara mun síðan sjá um dómgæslu á mótinu líkt og áður.

Stjarnan vann Fótbolta.net mótið árið 2014 en liðið lagði FH í úrslitaleik. Þessi lið mættust síðan einnig í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í október síðastliðnum.

Hér að neðan má sjá riðlaskiptingu mótsins á næsta ári sem og fyrstu drög að leikjaniðurröðun.

A-riðill:
FH
Breiðablik
ÍA
Þróttur

Laugardagur 10. Janúar
10:30 Breiðablik – FH (Fífan)
11:15 ÍA – Þróttur (Akraneshöll)

Þriðjudagur 13. Janúar
18:30 Þróttur – FH (Egilshöll)

Laugardagur 17. janúar
10:30 Breiðablik - ÍA (Fífan)

Þriðjudagur 20. janúar
18:30 Þróttur – Breiðablik (Egilshöll)

Laugardagur 24. janúar
11:15 ÍA – FH (Akraneshöllin)

B-riðill:
Stjarnan
Keflavík
ÍBV
Grindavík

Föstudagur 8. janúar
20:15 ÍBV – Stjarnan (Kórinn)

Laugardagur 10. janúar
10:30 Keflavík – Grindavík (Reykjaneshöll)

Þriðjudagur 13. janúar
20:15 Stjarnan – Grindavík (Kórinn)

Laugardagur 17. janúar
14:00 Keflavík – ÍBV (Reykjaneshöll)

Þriðjudagur 20. janúar
20:15 Stjarnan –Keflavík (Kórinn)

Föstudagur 23. janúar
21:00 ÍBV – Grindavík (Kórinn)

Leikir um sæti - 27-31. janúar

Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins
2011: Keflavík
2012: Breiðablik
2013: Breiðablik
2014: Stjarnan
Athugasemdir
banner
banner
banner