Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 03. desember 2016 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Bellerin ákvað að vera áfram hjá Arsenal vegna Wenger
Hector Bellerin.
Hector Bellerin.
Mynd: Getty Images
Hector Bellerin, bakvörður Arsenal, hefur greint frá því að Arsene Wenger hafi verið aðalástæðan fyrir því að hann ákvað að skrifa undir nýjan samning við enska félagið.

Bellerin skrifaði undir nýjan langtímasamning við Arseanl þann 21. nóvember, en hann er einn mikilvægasti leikmaður Arsenal.

Hann hafði lengi verið orðaður við sitt gamla félag, Barcelona, en vonir spænska stórveldisins um að fá bakvörðinn aftur minnkuðu til muna þegar hann skrifaði undir nýjan samning. Stuðningsmenn Arsenal geta þakkað Wenger fyrir það.

„Arsene hafði mikil áhrif á mig þegar ég tók þá ákvörðun að koma hingað; hann var ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að koma hingað," sagði Bellerin.

„Bara það sjálfstraust sem hann hefur gefið mér og sérstaklega eftir fyrstu leikina hjá mér fyrir félagið, þeir voru alls ekki góðir."

„Ég vissi alltaf að ég vildi launa honum til baka eftir það og það er það sem ég er að gera núna og augljóslega var það þess vegna sem ég vildi vera áfram hjá félaginu."

Bellerin hefur leikið 14 leiki fyrir Arsenal í öllum keppnum á þessu tímabili, en hann glímir nú við ökklameiðsli og búist er við því að hann verði frá fram í miðjan desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner