Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. desember 2016 20:17
Arnar Geir Halldórsson
Bilic brjálaður: Þetta var mjög niðurlægjandi
Vandræði
Vandræði
Mynd: Getty Images
Slaven Bilic, stjóri West Ham, var bálreiður eftir að hafa séð sína menn steinliggja fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Arsenal vann 1-5 sigur og halda vandræði West Ham áfram en liðið er að berjast í neðri hluta deildarinnar.

„Ég er ekki að leita að afsökunum. Það voru meiðsli og mistök en við erum bara ekki nógu góðir. Þetta var mjög niðurlægandi. Ég finn til með stuðningsmönnum og félaginu. Við höfum spilað góða leiki og áttum fín tilþrif í 0-0 og 0-1 undir,"

„Ég verð bara að vera heiðarlegur. Við erum ekki að leggja okkur nógu vel fram og á meðan það er svoleiðis nærðu ekki fram þeim gæðum sem búa í liðinu. Það er ekki sama ákefð í liðinu og á síðustu leiktíð, ég sé það líka á æfingum,"
segir Bilic.

„Við náum stundum upp þessari ákefð í leikjum og þess vegna höfum við átt nokkra fína spretti í vetur. Staða okkar er mjög alvarlega og við vissum það fyrir þennan leik. Leikmennirnir vita það en það er ekki nóg að gera sér grein fyrir stöðunni, þú þarft að vera tilbúinn að fórna þér fyrir liðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner