Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. desember 2016 12:50
Hafliði Breiðfjörð
Bose mótið: Fjölnir í úrslit eftir sigur á Víkingi
Þórir Guðjónsson skoraði fyrsta markið í dag. Hér er hann í leiknum.
Þórir Guðjónsson skoraði fyrsta markið í dag. Hér er hann í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 3- 1 Víkingur
1-0 Þórir Guðjónsson ('38)
2-0 Ingimundur Níels Óskarsson ('52)
2-0 Ívar Örn Jónsson ('64, misnotað víti)
2-1 Viktor Örlygur Andrason ('66)
3-1 Viðar Ari Jónsson ('78)

Fjölnir er komið í úrslitaleik Bose mótsins eftir að hafa unnið 3-1 sigur á Víkingi í lokaleik riðilsins í dag.

Þórir Guðjónsson kom Fjölni yfir eftir 38 mínútna leik með skalla eftir fyrirgjöf Birnis Snæs Ingasonar. Ingimundur Níels Óskarsson bætti svo öðru marki við eftir að hafa komist einn á móti markverði Víkinga snemma í síðari hálfleik.

Eftir klukkutíma leik fékk Víkingur vítaspyrnu eftir brot í teignum. Ívar Örn Jónsson fór á punktinn en Steinar Örn Gunnarsson markvörður gerði sér lítið fyrir og varði frá honum.

Tveimur mínútum síðar minnkaði Víkingur þó muninn. Viktor Örlygur Andrason fékk boltann þá fyrir utan teig og lét vaða upp í samskeytin, glæsilegt mark.

Viðar Ari Jónsson gerði svo endanlega út ukm leikinn fyrir Fjölni þegar 12 mínútur voru eftir af leiknum þegar hann stal boltanum af varnarmönnum Víkings, skaut að marki en lét verja frá sér, tók boltann aftur og setti í markið.

Fjölnir vann því sinn riðil með sigrinum í dag og 2-2 jafntefli við Breiðablik, Víkingur í 2. sæti með 3 stig eftir að hafa unnið Breiðablik síðast. Fjölnir leikur því til úrslita en ekki er enn ljóst hver mótherjinn verður. Úrslitaleikirnir fara fram 10. - 13. desember.

Lokastaðan:
Fjölnir 2 leikir, 4 stig, 5-3
Víkingur 2 leikir, 3 stig, 2-3
Breiðablik 2 leikir, 1 stig, 2-3
Athugasemdir
banner
banner