Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 03. desember 2016 18:42
Arnar Geir Halldórsson
Bradley ósáttur við vítaspyrnudóminn
Gjörsigraður
Gjörsigraður
Mynd: Getty Images
Bob Bradley, stjóri Swansea, sá sína menn steinliggja fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tottenham hafði ótrúlega yfirburði og vann að lokum 5-0 sigur.

Fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu og var Bradley óánægður með ákvörðun dómarans þar.

„Ég held að dómarinn hafi ekki verið í góðri stöðu til að sjá þetta og vítaspyrnudómurinn breytti leiknum klárlega," segir Bradley.

Swansea er í neðsta sæti deildarinnar og gerir Bradley sér grein fyrir því að staða liðsins er alvarleg.

„Auðvitað veldur þetta áhyggjum. Aðalmunurinn á liðunum sneri að því að þeir voru mjög fljótir að vinna boltann aftur eftir að hafa misst hann."

„Á degi sem þessum finnst þér þú vera óralangt frá markmiðum þínum en það hafa verið dagar þar sem við sýnum framfarir. Við höfum verk að vinna en við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við verðum að læra af þessu og vinna hratt úr okkar málum,"
sagði Bradley.

Athugasemdir
banner
banner
banner