Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. desember 2016 14:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í El Clasico: MSN á sínum stað
Þessir þrír byrja allir hjá Barcelona
Þessir þrír byrja allir hjá Barcelona
Mynd: Getty Images
Stærsti leikur tímabilsins á Spáni á hverju ári, El Clasico, hefst klukkan 15:15 í dag er Barcelona og Real Madrid mætast á Nývangi, heimavelli fyrrnefnda liðsins.

Börsungar hefur hikstað að undanförnu og þeir þurfa bráðnauðsynlega á sigri í dag, en Real Madrid getur náð níu stiga forskoti með sigri.

Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan. Luis Enrique, þjálfari Barcelona, mætir með sama lið og gerði 1-1 jafntefli gegn Real Sociedad um síðustu helgi. Messi, Suarez og Neymar byrjar alllir, en Andres Iniesta er á bekknum.

Hjá Real Madrid eru fjórar breytingar frá síðasta leik. Dani Carvajal, Marcelo, Raphael Varane og Isco koma allir inn fyrir Danilo, Pepe, Nacho og James Rodriguez.

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen, Roberto, Pique, Mascherano, Alba, Rakitic, Busquets, Gomes, Messi, Suarez, Neymar.
(Varamenn: Cillesen, Umtiti, Digne, Iniesta, Denis Suarez, Turan, Paco Alcacer)

Byrjunarlið Real Madrid: Navas, Carvajal, Varane, Ramos, Marcelo, Modric, Kovacic, Vazquez, Isco, Ronaldo, Benzema.
(Varamenn: Casilla, Pepe, Nacho, Casemiro, Diaz Meija, James Rodriguez, Asensio)

Hægt er að fylgjast með gangi mála á úrslitaþjónustu á forsíðu Fótbolta.net.



Athugasemdir
banner
banner
banner