Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 03. desember 2016 13:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diego Costa búinn að skora gegn 20 af 23 í úrvalsdeildinni
Diego Costa er frábær sóknarmaður
Diego Costa er frábær sóknarmaður
Mynd: Getty Images
Ef það er eitt sem Diego Costa kann að gera þá er það að skora mörk.

Hann er búinn að skora fyrir Chelsea sem leikur nú gegn Man City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Hann skoraði jöfnunarmarkið eftir að City hafði komist yfir rétt fyrir leikhlé með sjálfsmarki frá varnarmanninum Gary Cahill.

Eftir markið sem Costa skoraði í dag gegn City er hann búinn að skora gegn 20 af þeim 23 liðum sem hann hefur mætt í ensku úrvalsdeildinni með Chelsea.

Stórkostlegur árangur hjá Costa sem hefur svo sannarlega fundið taktinn undir stjórn Antonio Conte á þessu tímabili.

Staðan í leik Man City og Chelsea er 2-1 fyrir Chelsea, en hægt er að fylgjast með gangi mála á úrslitaþjónustu á forsíðu Fótbolta.net.



Athugasemdir
banner
banner
banner