Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 03. desember 2016 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
„Enginn myndi vita hver Payet ef ekki væri fyrir West Ham"
Dimitri Payet.
Dimitri Payet.
Mynd: Getty Images
Paul Merson, sérfræðingur hjá Sky Sports, var ekki sáttur með frammistöðu hins franska Dimitri Payet er West Ham lék gegn Manchester United í deildabikarnum í vikunni.

Hann var ekki sáttur með viðhorfið hjá Payet, en Merson segir að ef það væri ekki fyrir West Ham þá myndi enginn vita hver Dimitri Payet væri í dag.

„Ég var mjög hrifinn af Manchester United í miðri viku en leikurinn var gegn mjög slöku West Ham liði, sem var nánast að spila með tíu leikmenn - Dimitri Payet virtist ekki hafa áhuga á þessu," sagði Merson.

„Ég myndi gefa honum það ráð að taka sig saman í andlitinu og hjálpa West Ham í þessari fallbaráttu sem þeir eru í. Ef það væri ekki fyrir West Ham þá myndi enginn vita hver hann væri í dag - hann væri ekki einu sinni að spila fyrir Frakkland."

Merson segir að Payet skuldi West Ham eftir þá áhættu sem þeir tóku með því að kaupa hann.

„Hann skuldar West Ham, sem tóku stóra áhættu með því að ná í hann úr franska boltanum. West Ham gerði hann að stórstjörnu," sagði Merson að lokum.

West Ham á erfiðan leik fyrir höndum í dag, en þeir mæta Arsenal klukkan 17:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner