Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 03. desember 2016 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea kom til baka í seinni hálfleik og vann Man City
Chelsea heldur sem fastast í toppsætið
Chelsea heldur sem fastast í toppsætið
Mynd: Getty Images
Man City 1 - 3 Chelsea
1-0 Gary Cahill ('45 , sjálfsmark)
1-1 Diego Costa ('60 )
1-2 Willian ('70 )
1-3 Eden Hazard ('90 )
Rautt spjald: Fernandinho, Man City ('90), Sergio Aguero, Man City ('90)

Manchester City og Chel­sea mæt­tust í toppslag í ensku úr­vals­deild­inni í hádeginu í dag, en leikið var á Eti­had-leik­vang­in­um í Manchester. Þetta var fyrsti leikurinn í 14. umferð deildarinnar.

Chel­sea hafði unnið sjö leiki í röð fyrir leikinn og voru með 31 stig á toppi deild­ar­inn­ar, en Man City var aðeins einu stigi á eftir í þriðja sætinu og því var búist við hörkuleik.

Það var allt í járnum í fyrri hálfleiknum og það stefndi allt í að staðan yrði markalaus þegar dómarinn myndi flauta til leikhlés, en svo var ekki því varnarmaðurinn Gary Cahill varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Staðan var 1-0 fyrir heimamenn frá Manchester í hálfleik, en seinni hálfleikurinn var betri fyrir Chelsea. Diego Costa er sjóðandi heitur þessa dagana og hann náði að jafna þegar klukkustund var búin af leiknum.

Brasilíumaðurinn Willian kom svo Chelsea yfir tíu mínútum síðar áður en Eden Hazard innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Það dró til tíðinda í uppbótartíma þegar Sergio Aguero, sóknarmaður Man City, fékk að líta rauða spjaldið fyrir tæklingu á David Luiz. Fernandinho, liðsfélaga Aguero, var einnig vikið af velli í kjölfarið.

Lokatölur urðu 3-1 fyrir Chelsea, en frábær seinni hálfleikur skilaði þeim sigrinum. Chelsea er núna með fjögurra stiga forystu á toppnum, en Liverpool getur aftur minnkað það niður í eitt stig á morgun þegar þeir spila gegn Bournemouth.

Hér að neðan má sjá stigatöfluna í deildinni, en það gæti tekið smá tíma fyrir hana að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner