banner
   lau 03. desember 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Toppslagur Man City og Chelsea
Man City getur tekið toppsætið af Chelsea með sigri
Man City getur tekið toppsætið af Chelsea með sigri
Mynd: Getty Images
Það er áhugaverður dagur framundan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fjórtánda umferðin rúllar um helgina, en í dag eru sjö leikir á dagskrá og eru tveir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Dagurinn í dag hefst á risaslag Manchester City og Chelsea. Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið í toppbaráttunni, en aðeins einu stigi munar á liðunum fyrir leikinn.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið að gera stórskostlega hluti með Swansea, en hann heimsækir sitt gamla lið, Tottenham, á White Hart Lane í dag. Þessi leikur hefst klukkan 15:00, rétt eins og fjórir aðrir leikir.

Lokaleikur dagsins er svo Lundúnarslagur West Ham og Arsenal. Það hefur ekki gengið neitt sérstaklega mikið hjá West Ham á þessu tímabili, en Arsenal er aðeins þremur stigum frá toppsætinu.

Laugardagur 3. desember
12:30 Man City - Chelsea (Stöð 2 Sport)
15:00 Crystal Palace - Southampton
15:00 Stoke City - Burnley
15:00 Sunderland - Leicester City
15:00 Tottenham - Swansea
15:00 West Brom - Watford
17:30 West Ham - Arsenal (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner