Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 03. desember 2016 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Fellaini: Van Gaal var strangari en Mourinho
Marouane Fellaini.
Marouane Fellaini.
Mynd: Getty Images
Marouane Fellaini, miðjumaður Manchester United, segir að fyrrum stjórinn Louis van Gaal hafi verið strangari en núverandi stjórinn Jose Mourinho.

Hinn hollenski van Gaal var rekinn frá Man Utd í lok maí - tveimur dögum eftir að hafa siglt FA-bikarnum heim - og Mourinho var ráðinn sem eftirmaður hans fjórum dögum síðar.

Það er strax komin smá pressa á Mourinho eftir frekar slakt gengi undanfarið, en Fellaini telur að hann sé rétti maðurinn í starfið.

„Louis van Gaal er strangari. Mourinho er strangur, en ekki eins og van Gaal," sagði Fellaini um þá félaga.

„Það er fyndnara með Mourinho, æfingarnar eru alltaf að breytast. Það er engin sérstök rútína. Van Gaal var með sína hugmyndafræði og hann var strangur, en hann var mjög öðruvísi."

„Ég held að Mourinho sé rétti stjórinn. Hann er með mikla reynslu og hann veit hvað hann getur, en þú verður líka að gefa honum tíma og ég er viss um það að sigrarnir muni koma."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner