Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. desember 2016 20:53
Arnar Geir Halldórsson
Flautað af í Frakklandi eftir að flugeld var skotið í leikmann
Leikmenn Lyon yfirgefa völlinn
Leikmenn Lyon yfirgefa völlinn
Mynd: Getty Images
Leikur Metz og Lyon í frönsku úrvalsdeildinni var flautaður af eftir rúmlega hálftíma leik vegna ömurlegrar hegðunar áhorfenda.

Heimamenn í Metz komust óvænt yfir á 28.mínútu með marki Gauthier Hein en tveim mínútum síðar var leikurinn stöðvaður þar sem Anthony Lopes, markvörður Lyon, lá óvígur eftir á vellinum.

Eins og sjá má á myndbandi hér að neðan höfðu óprúttnir aðilar skotið flugeldum inn á völlinn og endaði einn þeirra í baki Lopes.

Dómarinn tók strax ákvörðun um að flauta leikinn af.



Athugasemdir
banner
banner
banner