Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. desember 2016 15:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Þeir sköpuðu þrjú færi og skoruðu þrjú mörk
Pep Guardiola var svekktur með úrslitin
Pep Guardiola var svekktur með úrslitin
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var skiljanlega ósáttur eftir 3-1 tap sinna mann í toppslag gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Hamingjuóskir til Chelsea - þeir unnu leikinn," sagði Guardiola við fjölmiðla eftir leikinn.

Guardiola er á því máli að sitt lið hafi spilað gríðarlega vel þrátt fyrir að hafa tapað með þremur mörkum gegn einu.

„Við spiluðu mjög vel, höfðum mikla stjórn og sköpuðum fullt af færum. En þegar boltinn var í teignum þá vorum við ekki nægilega sterkir."

„Það hvernig Chelsea spilaði var mjög öðruvísi, en það er bara hluti af leiknum. Þú býst ekki við því að Chelsea muni skapa 25 færi. Þeir sköpuðu þrjú færi og skoruðu þrjú mörk," sagði Guardiola að lokum.
Athugasemdir
banner
banner