Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 03. desember 2016 10:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Iniesta í 18 manna hóp Barcelona fyrir El Clasico
Iniesta er kominn til baka eftir meiðsli
Iniesta er kominn til baka eftir meiðsli
Mynd: Getty Images
Andres Iniesta, fyrirliði Barcelona, er í 18 manna hóp Luis Enrique, stjóra Börsunga, fyrir El Clasico-leikinn gegn Real Madrid í dag.

Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir stuðningsmenn Barcelona, en óttast var að Iniesta myndi missa af leiknum mikilvæga sem hefst á slaginu 15:15.

Iniesta meiddist í dramatískum sigurleik Börsunga gegn Valencia þann 22. október. Talið var að hann yrði frá í sex til átta vikur en bataferlið hefur gengið framar vonum.

Börsungar eiga á hættu að missa erkifjendur sína níu stigum á eftir sér, tapi þeir í dag.

Það er óljóst hvort Iniesta verði í byrjunarliðinu, en líklegt þykir að hann muni fá einhverjar mínútur.

Hópur Barcelona fyrir leikinn gegn Real Madrid:

Markmenn: Ter Stegen, Cillessen.

Varnarmenn: Pique, Digne, Jordi Alba, Sergi Roberto, Mascherano, Umtiti.

Miðjumenn: Busquets, Rakitic, Andre Gomes, Denis Suarez, Arda Turan, Iniesta.

Sóknarmenn: Messi, Neymar, Luis Suarez, Paco Alcacer.
Athugasemdir
banner
banner