Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. desember 2016 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Luis Enrique: Ekkert lið sem er betra en við
Luis Enrique.
Luis Enrique.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, þjálfari Barcelona, segir það satt að hans lið þurfi meira á þremur stigum að halda þegar Real Madrid kemur í heimsókn á Nývang í El Clasico-leiknum í dag.

Real Madrid er með sex stigum meira en Börsungar fyrir leikinn í dag, en byrjunin hjá Barcelona á þessu tímabili er sú versta í níu ár.

„Án nokkurs vafa (þá er Barca í mestri neyð), þú verður bara að líta á töfluna til þess að sjá það," sagði Enrique.

Barcelona hefur gert tvö jafntefli í röð og það hefur gert Madrídingum kleift á að ná góðu forskoti. Enrique segir að þrátt fyrir slakt gengi þá séu spænsku meistararnir þeir bestu í heimi.

„Það eru góð lið á hæsta stigi, en ekkert þeirra er betra en við."

„Það er það sem gerir mig bjartsýnan," bætti Enrique við.
Athugasemdir
banner
banner