Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. desember 2016 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Mourinho: Kannski verður liðið meistari eftir að ég fer
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að liðið sé á réttri leið og verði ensku meistari aftur einn daginn, hvort það gerist á meðan hann er við stjórnvölin veit hann ekki.

Man Utd heimsækir Everton á sunnudaginn með 20 stig á bakinu eftir 13 leiki, en það er versta byrjun félagsins frá stofnun ensk úrvalsdeildarinnar árið 1992.

United er 11 stigum á eftir toppliði Chelsea og Mourinho viðurkennir það að það gæti verið erfitt fyrir rauðu djöflana að vinna það upp.

„Þegar ég var að tala um markmið, þá held ég að markmiðið hjá okkur sé að verða meistarar," sagði Mourinho á blaðamannafundi. „Kannski ekki á þessu ári, kannski getum við það ekki."

„Ég veit það ekki. Það er allt mögulegt í fótbolta, en kannski getum við það ekki."

„Það er stórt bil á milli okkar og toppi deildarinnar, en markmiðið hjá okkur er samt að verða meistarar. Ég veit ekki hvenær, kannski á næsta ári, kannski á þessu ári, kannski eftir tvö ár."

„Kannski verður það eftir að ég verð farinn og einhver annar tekinn við, en það er markmið okkar og félagið mun ná því," sagði Mourinho að lokum.

Leikur Everton og Manchester United hefst klukkan 16:00 á morgun og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner