Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. desember 2016 10:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Payet til Arsenal í janúar?
Powerade
Payet er orðaður við Arsenal
Payet er orðaður við Arsenal
Mynd: Getty Images
Sturridge kemur við í slúðurpakka dagsins
Sturridge kemur við í slúðurpakka dagsins
Mynd: Getty Images
Góða og gleðilega helgi. Nú er komið að slúðrinu í boði Powerade,



Fyrrum landsliðsþjálfari Englands, Sam Allardyce (62), er líklegastur til að taka við Crystal Palace af Alan Pardew (55), sem gæti misst starfið sitt með tapi gegn Southampton í dag. (Daily Telegraph)

Blaðamenn víða að úr heim­in­um hafa rann­sakað vafa­sam­ar milli­færsl­ur á pen­ing­um í evr­ópska fót­bolt­an­um. Um stór­an leka er að ræða og eru skjöl­in 18,6 millj­ón tals­ins, en í skjölunum eru meðal ann­ars samn­ing­ar leik­manna og ann­ars kon­ar leyni­leg­ir samn­ing­ar. Greint verður frá niður­stöðunum á næstu vik­um. (European Investigative Collaborations)

Í einni fyrstu greininni sem verður birt í þessu lekamáli, verður Cristiano Ronaldo (31), leikmaður Real Madrid, tekinn fyrir, en fram kemur að hann hafi falið 150 millj­ón­ir evra í skatta­skjól­um í Sviss og á Bresku Jóm­frúareyj­un­um. Umboðsmaður Ronaldo vísar þessu á bug. (El Mundo)

Arsenal er að undirbúa tilboð í Dimitri Payet (29), leikmann West Ham, þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. (Sun)

Núverandi leikstjórnandi Arsenal, hinn þýski Mesut Özil (28), vill ekki útiloka það að snúa aftur til Real Madrid. (Marca)

Özil segir að bæði leikmenn og foreldrar hafi hlegið að því hversu fátæk fjölskylda hans var þegar hann var að alast upp. (Times)

Carl Jenkinson (24), bakvörður Arsenal, verður ekki í hópnum gegn West Ham í dag, en það er gert til þess að hlífa honum frá reiði stuðningsmanna félagsins. (Sun)

Englandsmeistarar Leicester City hafa samþykkt að borga 15 milljónir punda fyrir Wilfred Ndidi (19), miðjumann Genk í Belgíu. (Guardian)

Ítalska úrvalsdeildarfélagið Roma eru nálgast samkomulag um að fá Memphis Depay (22), leikmann Manchester United, á láni í janúar. (Corriere dello Sport)

Ralph Hasenhuttl, stjóri RB Leipzig í Þýskalandi, segir að það hafi verið margt satt í fréttinni sem sagði að hann myndi taka við Arsenal þegar Arsene Wenger hættir. (ESPN)

West Ham er að undirbúa í tilboð í Daniel Sturridge (27), sóknarmann Liverpool, í janúar. (Daily Star)

Á meðan mun Liverpool leitast til við að selja Mamadou Sakho (26) í janúar eftir að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði að ekkert hafi breyst varðandi skoðun sína á leikmanninum. (Daily Mirror)

Gareth Southgate, nýr landsliðsþjálfari Englands, vill fá Steve Holland sér til aðstoðar og þá gæti Phil Neville tekið við U21 árs landsliði Englands. (Mirror)

Ryan Giggs, goðsögn hjá Manchester United, segist hafa verið nálægt því að hætta í fótbolta árið 2009 eftir 2-0 tapið gegn Barcelona, sem lék undir stjórn Pep Guardiola, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. (Daily Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner