Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. desember 2016 10:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: AS 
Ronaldo, Mourinho og fleiri ásakaðir um skattsvik
Ronaldo á forsíðu þýska dagblaðsins Spiegel
Ronaldo á forsíðu þýska dagblaðsins Spiegel
Mynd: Skjáskot
Cristiano Ronaldo, Mesut Özil, Jose Mourinho og fleiri eru allir bendlaðir við skattsvik og peningarþvætti í nýrri rannsókn á skattarskjólum á meðal einstaklinga innan fótboltaheimsins. Tólf fjölmiðlar ætla á næstunni að birta fréttir um skattamál í fótboltanum.

Um stór­an leka er að ræða og eru skjöl­in 18,6 millj­ón tals­ins, sam­kvæmt frétt frá þýska dablaðinu Spiegel, sem birtu fyrstu frétt sína í morgun. Í skjöl­un­um sem munu birtast eru meðal ann­ars samn­ing­ar leik­manna og ann­ars kon­ar leyni­leg­ir samn­ing­ar.

Rann­sókn­in á þessum skjölum hef­ur staðið yfir síðustu sjö mánuðina og seg­ir Spieg­el að um sé að ræða stærsta upp­lýs­ingalek­ann í íþrótta­sög­unni. Um 60 blaðamenn frá Evr­ópu hafa aðstoðað dag­blaðið við þessa vinnu.

Ronaldo er sagður hafa falið 150 milljónir evra á reikningum í Sviss og Bresku jómfrúaeyjum. Mourinho er þá sagður hafa falið tólf milljónir evra með sama hætti.

Í báðum tilfellum eru skattaundanskotin rakin til umboðsmannsins Jorge Mendes, eins þess valdamesta í fótboltaheiminum. Hann er sagður hafa þróað kerfi til að hjálpa skjólstæðingum sínum að komast hjá því að borga skatta af tekjum þeirra.

Umboðsskrifstofan, sem Mendes rekur, hefur vísað þessum ásökunum á bug og segir ekkert til í þessu. Þar á bæ segja menn að bæði Ronaldo og Mourinho hafi virt skyldur sínar gagnvart breskum og spænskum skattayfirvöldum.

Á næstu vikum munu fjölmiðlar eins og Der Spiegel, The Sunday Times og El Mundo birta fréttir um vændi og mis­notk­un á börn­um í fótboltaheiminum.



Athugasemdir
banner
banner
banner