Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 03. desember 2016 17:08
Arnar Geir Halldórsson
Spánn: Suarez 1-1 Ramos
Suarez kom Börsungum yfir
Suarez kom Börsungum yfir
Mynd: Getty Images
Þétt setið á Nývangi
Þétt setið á Nývangi
Mynd: Getty Images
Barcelona 1 - 1 Real Madrid
1-0 Luis Suarez ('53 )
1-1 Sergio Ramos (´90)

Barcelona fékk Real Madrid í heimsókn á Nývang í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Leiksins var beðið með mikilli eftirvæntingu eins og alltaf þegar þessi tvö stærstu knattspyrnulið heimsins mætast.

Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikurinn hafi ollið vonbrigðum því hann var afar bragðdaufur og engin teljandi marktækifæri litu dagsins ljós.

Bæði lið gerðu tilkall til vítaspyrnu en engum varð að ósk sinni með það.

Í síðari hálfleik byrjaði fjörið snemma því heimamenn komust yfir á 53.mínútu þegar Luis Suarez skallaði aukaspyrnu Neymar framhjá varnarlausum Keylor Navas.

Neymar fékk kjörið tækifæri til að tvöfalda forystuna um 20 mínútum fyrir leikslok en Brasilíumaðurinn skaut himinhátt yfir úr algjöru dauðafæri.

Madridingum tókst ekki að ógna marki Börsunga að verulegu leyti í síðari hálfleiknum allt þar til á lokamínútum leiksins.

Cristiano Ronaldo fékk algjört dauðafæri skömmu fyrir leikslok en skalli Portúgalans var vægast sagt slakur. Nokkrum sekúndum síðar fékk Sergio Ramos skallafæri. Hann nýtti það heldur betur og jafnaði metin fyrir gestina.

Börsungar voru hársbreidd frá því að skora á síðustu mínútu uppbótartímans en Casemiro var réttur maður á réttum stað og bjargaði á marklínu.

Lokatölur 1-1 eftir mikla dramatík og er munurinn á liðunum því ennþá sex stig. Madridingar tróna á toppi La Liga með 34 stig en Börsungar hafa 28 stig í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner