banner
   lau 03. desember 2016 21:05
Arnar Geir Halldórsson
Sviss: Fyrsta tap Birkis og félaga í vetur
Tapa sjaldan
Tapa sjaldan
Mynd: Getty Images
Young Boys 3-1 Basel
1-0 Guillaume Hoarau (´6)
2-0 Guillaume Hoarau (´51)
2-1 Matías Delgado, víti (´66)
3-1 Kevin Mbabu (´79)
Rautt spjald:Kasim Nuhu, Young Boys (´45)

Það má með sanni segja að óvænt úrslit hafi litið dagsins ljós í svissnesku úrvalsdeildinni þegar Birkir Bjarnason og félagar í Basel heimsóttu Young Boys.

Basel voru ósigraðir í svissnesku deildinni þegar kom að leiknum í kvöld en Young Boys er í öðru sæti deildarinnar og komst yfir á sjöttu mínútu með marki franska framherjans Guillaume Hoarau.

Hann var aftur á ferðinni á sjöttu mínútu síðari hálfleiks en Basel minnkaði muninn skömmu síðar. Fyrrum leikmaður Newcastle, Kevin Mbabu, sá svo um að tryggja Young Boys sigurinn og fyrsta tap Basel í deildinni á þessu tímabili staðreynd.

Birkir var í byrjunarliði Basel en var skipt útaf á 64.mínútu.
Athugasemdir
banner
banner