Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. desember 2016 21:52
Arnar Geir Halldórsson
Ítalía: Juventus með sjö stiga forskot
Marki Rugani fagnað
Marki Rugani fagnað
Mynd: Getty Images
Juventus 3 - 1 Atalanta
1-0 Alex Sandro ('15 )
2-0 Daniele Rugani ('19 )
3-0 Mario Mandzukic ('64 )
3-1 Remo Freuler ('82 )

Juventus jók forystu sína á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið fékk Atalanta í heimsókn í kvöld.

Brasilíski kantbakvörðurinn Alex Sandro kom Juve yfir snemma leiks og skömmu síðar tvöfaldaði varnarmaðurinn Daniele Rugani forystuna.

Króatíski markahrókurinn Mario Mandzukic gerði svo út um leikinn þegar hann gerði þriðja mark Juventus eftir rúmlega klukkutíma leik. Remo Freuler klóraði í bakkann fyrir gestina skömmu fyrir leikslok.

Juventus hefur 36 stig í efsta sæti Serie A en í öðru sæti situr Roma með 29 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner