Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. desember 2016 16:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Dortmund með mikilvægan sigur á Gladbach
Aubameyang skoraði tvö og Reus lagði upp þrjú
Aubameyang skoraði tvö og Reus lagði upp þrjú
Mynd: Getty Images
Hinn 29 ára gamli Julian Nagelsmann er að gera góða hluti með Hoffenheim
Hinn 29 ára gamli Julian Nagelsmann er að gera góða hluti með Hoffenheim
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund vann ansi mikilvægan sigur í baráttunni um að komast aftur upp að efstu liðunum í dag. Dortmund tók á móti Borussia Mönchengladbach, en leikurinn byrjaði alls ekki vel fyrir Dortmund þar sem Brasilíumaðurinn Rafael kom gestunum yfir á sjöttu mínútu.

Markamaskínan Pierre Emerick Aubameyang var hins vegar ekki lengi að jafna og hinn pólski Lukasz Piszczek sá til þess að heimamenn fóru inn í leikhléið með forystu.

Í seinni hálfleiknum náðu leikmenn Dortmund að innsigla sigurinn með tveimur mörkum, fyrst skoraði Ousmane Dembele og svo kom Pierre Emerick Aubameyang sínum mönnum í 4-1 og þar við sat.

Dortmund er núna komið með 24 stig eftir 13 leiki í fimmta sæti deildarinnar, en í sætinu fyrir ofan er Hoffenheim. Lið Hoffenheim hefur ekki enn tapað leik á þessu tímabili, en þeir gerðu sér lítið fyrir og burstuðu Köln með fjórum mörkum gegn engu.

Bayer Leverkusen gerði 1-1 jafntefli gegn Freiburg, Wolfsburg og Hertha Berlin skildu jöfn og þá vann Werder Bremen 2-1 sigur á Ingolfstadt. Aron Jóhannson var allan tímann á bekknum hjá Werder.

Borussia D. 4 - 1 Borussia M.
0-1 Raffael ('6 )
1-1 Pierre Emerick Aubameyang ('7 )
2-1 Lukasz Piszczek ('15 )
3-1 Ousmane Dembele ('64 )
4-1 Pierre Emerick Aubameyang ('68 )

Bayer 1 - 1 Freiburg
0-1 Janik Haberer ('30 )
1-1 Hakan Calhanoglu ('60 )
1-1 Javier Hernandez ('88 , Misnotað víti)

Wolfsburg 2 - 2 Hertha
1-0 Borja Mayoral ('12 )
1-1 Marvin Plattenhardt ('16 )
2-1 Paul Seguin ('18 )
2-2 Alexander Esswein ('69 )
Rautt spjald: Paul Seguin, Wolfsburg ('87)

Werder Bremen 2 - 1 Ingolstadt
1-0 Max Kruse ('24 )
1-1 Markus Suttner ('58 )
2-1 Fin Bartels ('76 )

Hoffenheim 4 - 0 Köln
1-0 Sandro Wagner ('8 )
2-0 Jeremy Toljan ('39 )
3-0 Sandro Wagner ('67 )
4-0 Marc Uth ('89 )

Leikur RB Leipzig og Schalke 04 hefst klukkan 17:30.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner