Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. desember 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland í dag - RB Leipzig fær alvöru próf
Þeir hjá RB Leipzig hafa komið öllum á óvart á þessu tímabili
Þeir hjá RB Leipzig hafa komið öllum á óvart á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Það er spenna farin að myndast í þýsku Bundesligunni, jafnvel þótt að það sé ekki búið mikið af þessu leiktímabili. Þrettánda umferð deildarinnar hófst í gær og hún heldur áfram að rúlla í dag.

Klukkan 14:30 hefjast fimm leikir og þar er einn í beinni útsendingu. Borussia Dortmund þarf að vinna upp bil á toppnum og þeir mæta Borussia M'Gladbach í mikilvægum leik, sem er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Bayern Leverkusen og Freiburg mætast einnig klukkan 15:00 og sömu sögu má segja af Hoffenheim og Köln, og Werder Bremen og Ingolfstadt, en Aron Jóhannsson er á mála hjá Werder Bremen.

Lokaleikur dagsins er svo á milli RB Leipzig og Schalke, en lið RB Leipzig hefur komið öllum á óvart og eru í baráttunni á toppi þýsku deildarinnar. Það hefur aftur á móti ekki gengið jafn vel hjá mótherjanum í Schalke.

Laugardagur 3. desember
14:30 Borussia Dortmund - Borussia M'Gladbach (Stöð 2 Sport 2)
14:30 Bayer Leverkusen - Freiburg
14:30 Hoffenheim - Köln
14:30 Werder Bremen - Ingolstadt
14:30 Wolfsburg - Hertha Berlin
17:30 RB Leipzig - Schalke
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner